Þrír Selfyssingar æfðu fyrir U16

Þrír Selfyssingar æfðu fyrir U16

Þrír leikmenn Selfoss tóku um helgina þátt í úrtaksæfingum vegna U16 liðs karla en æfingarnar fóru fram undir stjórn Freys Sverrissonar þjálfara U16 landsliðs Íslands. Þetta voru þeir (frá vinstri) Brynjólfur Þór Eyþórsson, Martin Bjarni Guðmundsson og Haukur Páll Hallgrímsson (til hægri) en ásamt þeim er Selfyssingurinn Elías Örn Einarsson markmannsþjálfari U16 liðsins.