Þrír Selfyssingar framlengja

Þrír Selfyssingar framlengja

Knattspyrnukonurnar Brynja Valgeirsdóttir, Íris Sverrisdóttir og Karen Inga Bergsdóttir framlengdu á dögunum samninga sína við knattspyrnudeild Selfoss og munu leika með liði Selfoss í 1. deild kvenna í sumar.

Á vef Sunnlenska.is má finna viðtal við Alfreð Elías Jóhannsson þjálfara Selfoss.

Íris er 24 ára miðjumaður, Brynja 24 ára varnarmaður og Karen Inga 23 ára varnarmaður. Þremenningarnir hafa allar leikið lengi með Selfoss, Íris lék sína fyrstu meistaraflokksleiki sextán ára gömul árið 2009 og hefur leikið 97 leiki fyrir félagið, Karen Inga 69 leiki og Brynja 47.

F.v. Einar Karl Þórhallsson, stjórnarmaður, Brynja, Íris og Karen Inga.
Ljósmynd: Sunnlenska.is/GKS