Þrír Selfyssingar til Frakklands

Þrír Selfyssingar til Frakklands

Þrír leikmenn Selfoss eru í U19 landsliði Íslands sem leikur í milliriðli EM, dagana 4.-9. apríl. Þetta eru f.v. Heiðdís Sigurjónsdóttir, Erna Guðjónsdóttir og Hrafnhildur Hauksdóttir. Riðillinn verður leikinn í Frakklandi og, auk heimastúlkna, verður leikið gegn Rússum og Rúmenum.

Efsta þjóðin í hverjum riðli tryggir sér sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Ísrael í sumar ásamt þeirri þjóð sem verður með bestan árangur í öðru sæti úr riðlunum sex.

Sjá nánar á heimasíðu KSÍ.

Tags:
, , ,