Þróttlausir gegn Þrótti

Þróttlausir gegn Þrótti

Selfyssingar fengu slæman skell þegar þeir heimsóttu Þrótt í Inkasso-deildinni í knattspyrnu á laugardag. Lokatölur í Laugardalnum urðu 4-0. Mörkin skoruðu Þróttarar á tuttugu mínútna kafla um miðjan fyrri hálfleikinn.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfyssingar eru í 9. sæti deildarinnar með 25 stig og taka á móti Haukum í lokaumferð deildarinnar næstkomandi laugardag.