Tíðindalítið í Laugardalnum

Tíðindalítið í Laugardalnum

Selfoss sótti Þrótt heim í Pepsi Max deildinni í gær.

Liðin skildu jöfn í markalausum og frekar tíðindalitlum leik sem fór fram á gervigrasinu í Laugardal. Selfyssingar luku leik manni færri því Hólmfríður Magnúsdóttir fékk sitt annað gula spjald á 90. mínútu og verður því í leikbanni í næsta leik.

Nánar má lesa um leikinn á vef Sunnlenska.is

Selfoss er í 5. sæti deildarinnar með 7 stig og taka á móti Þór/KA á JÁVERK-vellinum næstkomandi sunnudag.