Tólf stig í hús hjá Selfyssingum

Tólf stig í hús hjá Selfyssingum

Selfoss hefur komið sér vel fyrir í toppsæti Pepsi Max deildarinnar eftir góðan útisigur á Þrótti í gær.

Stóran hluta fyrri hálfleiks voru stelpurnar yfirvegaðar og þéttar í sínum aðgerðum. Fyrst skoraði Anna María Friðgeirsdóttir á 11. mínútu og Caity Heap bætti við marki á 40. mínútu. Síðustu fimm mínúturnar missti liðið einbeitingu og fékk á sig tvö mörk. Staðan því jöfn í hálfleik.

Stelpurnar byrjuðu seinni hálfleik af miklum krafti og skoraði Brenna Lovera tvö mörk með stuttu millibili, fyrra á 48. mínútu og aftur á 52. mínútu. Selfoss spilaði svo flottan bolta þar til tíu mínútur voru eftir en þá greip um sig smá örvænting, Þróttur minnkaði muninn á 90. mínútu og gerði leikinn spennandi en komust ekki nær og endaði leikurinn því 3-4.

Nánar er fjallað um leikinn á vef sunnlenska.is

Selfoss er í toppsæti deildarinnar með tólf stig og er næsti leikur fimmtudaginn 27. maí þegar stelpurnar taka á móti Fylki á JÁVERK-vellinum kl. 19:15.

Brenna Lovera skoraði tvö mörk gegn Þrótti
Ljósmynd: Umf. Selfoss