Torsóttur sigur Selfyssinga

Torsóttur sigur Selfyssinga

Selfyssingar unnu góðan 2-0 útisigur í Inkasso-deildinni þegar þeir mættu Leikni frá Fáskrúðsfirði í  Fjarðabyggðarhöllinni á laugardag.

Fyrsta markið í leiknum kom ekki fyrr en rúmar 10 mínútur eftir af leiknum þegar James Mack setti knöttinn í markið fyrir Selfyssinga. Það var Skotinn Leighton McIntosh sen innsiglaði sigurinn á lokamínútu leiksins með fyrsta marki sínu fyrir félagið.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfyssingar eru í áttunda sæti deildarinnar með 24 stig og taka í næstu umferð á móti Fylki á JÁVERK-vellinum miðvikudaginn 30. ágúst kl. 17:45.

James Mack skoraði fyrra mark Selfyssinga..
Ljósmynd: Umf. Selfoss