Torsóttur sigur Selfyssinga

Torsóttur sigur Selfyssinga

Selfoss vann sanngjarnan en torsóttan 2-1 sigur á KR í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu á JÁVERK-velli í gær. Það voru Tiffany McCarty og Dagný Brynjarsdóttir sem skoruðu mörk Selfoss í seinni hálfleik eftir að Selfyssingurinn Guðmunda Brynja Óladóttir kom KR yfir í undir lok fyrri hálfleiks.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Dagný og Guðmunda Brynja léku saman með Selfoss árið 2014.
Ljósmynd úr safni Umf. Selfoss.