Tryggja Selfyssingar sér sæti í Pepsi-deildinni?

Tryggja Selfyssingar sér sæti í Pepsi-deildinni?

Úrslitin í næst seinustu umferð 1. deildar kvenna voru Selfyssingum afar hagstæð. Ljóst er að með stigi í leik gegn HK/Víkingi á morgun mun liðið ekki einungis tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni að ári heldur að auki efsta sætið í deildinni.

Lokaumferðin fer fram laugardaginn 9. september klukkan 14:00 og þá fjölmenna stuðningsmenn liðsins í Kórinn til að styðja stelpurnar til sigurs og upp í Pepsi-deildina.

Stelpurnar ætla sér upp í Pepsi-deildina.
Ljósmynd: Umf. Selfoss