Tveggja ára samningur við Pachu

Tveggja ára samningur við Pachu

Iván „Pachu“ Martinez Gutiérrez er búinn að framlengja samning sinn við knattspyrnudeild Selfoss um tvö ár og rennur hann út eftir sumarið 2018.

Pachu er 28 ára miðjumaður sem gekk í raðir Selfoss fyrir yfirstandandi tímabil frá norska liðinu Gjøvik-Lyn. Hann hefur verið lykilmaður í liði Selfoss í sumar, sem situr nú í 6. sæti Inkasso-deildarinnar og fór í undanúrslit bikarkeppninnar. Pachu hefur spilað nítján leiki fyrir Selfoss í sumar og skorað í þeim sex mörk.

Adólf Ingvi Bragason, formaður knattspyrnudeildar Selfoss, segir að gríðarleg ánægja sé í herbúðum liðsins með að Pachu hafi framlengt samning sinn.

Pachu og Adólf Ingvi voru glaðir á góðri stundu.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Guðmundur Karl

Tags: