Tveggja vikna EM námskeið

Tveggja vikna EM námskeið

Mánudaginn 3. júlí hefst tveggja vikna EM námskeið í knattspyrnu á JÁVERK-vellinum. Námskeiðið er fyrir alla aldurshópa og er lögð áhersla á grunntækni í bland við skemmtilega leiki og jákvæða upplifun. Námskeiðinu lýkur með grillveislu og óvæntum uppákomum.

Námskeiðið kostar kr. 12.000 og fer fram frá kl. 9:15 til 12:00 mánudag til föstudags.

Skráning og frekari upplýsingar um námskeið deildarinnar eru á netfanginu gunnar@umfs.is eða ingirafn@umfs.is.