Tveir Selfyssingar á úrtaksæfingum

Tveir Selfyssingar á úrtaksæfingum

Selfyssingarnir Anton Breki Viktorsson og Ólafur Bjarki Heimisson hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U16 liðs karla í knattspyrnu.

Æfingarnar fara fram í Kórnum laugardaginn 17. janúar og Egilshöll sunnudaginn 18. janúar og eru undir stjórn Freys Sverrissonar, þjálfara U16 landsliðs Íslands.