Tveir Selfyssingar í eldlínunni með landsliðinu

Tveir Selfyssingar í eldlínunni með landsliðinu

Selfyssingarnir Dagný Brynjarsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir eru í landsliðshópi Íslands í knattspyrnu sem mætir Möltu í undankeppni HM á Laugardalsvelli í dag klukkan 18.

Dagný lék allan leikinn í 1-1 jafntefli gegn Dönum á útivelli sl. sunnudag en Thelma Björk var kölluð inn í hópinn í stað Mistar Edvardsdóttur sem er frá vegna veikinda. Thelma hefur áður leikið níu leiki með A-landsliði Íslands.

Við óskum stelpunum góðs gengis í dag.