Tveir tapaðir leikir á Akureyri

Tveir tapaðir leikir á Akureyri

Meistaraflokkar Selfoss léku tvo leiki í Lengjubikarnum norðan heiða á laugardag. Stelpurnar mættu Þór/KA í leik sem lauk með 2-0 sigri Akureyringa. Strákarnir sóttu mættu KA og þurftu einnig að sætta sig við tap 2-1 þar sem Ragnar Þór Gunnarsson kom Selfyssingum yfir í upphafi leiks. Bæði lið eru stigalaus í keppninni að loknum þremur leikjum.