Tvö töpuð stig á Akureyri

Tvö töpuð stig á Akureyri

Selfyssingar gerðu annað jafntefli sitt í röð í Pepsi-deildinni þegar þær heimsóttu Þór/KA í seinustu viku.

Það var Guðmunda Brynja Óladóttir sem tryggði okkar stelpum jafntefli með glæsilegu skoti utan teigs þegar leiktíminn var að fjara út.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Þegar mótið er hálfnað er liðið í þriðja sæti deildarinnar með 17 stig.

Liðið tekur á móti Fylki í Pepsi-deildinni þriðjudaginn 14. júlí kl. 19.15 á JÁVERK-vellinum.

Guðmunda Brynja jafnaði fyrir Selfyssinga.