Undirbúningur að hefjast hjá U19

Undirbúningur að hefjast hjá U19

Undirbúningur U19 ára landsliðs kvenna í knattspyrnu fyrir keppni í milliriðlum EM er að hefjast. Selfyssingarnir Bergrún Linda Björgvinsdóttir, Erna Guðjónsdóttir, Hrafnhildur Hauksdóttir og Katrín Rúnarsdóttir voru valdar á landsliðsæfingar sem fram fara í Kórnum og Egilshöll 31. október til 2. nóvember næstkomandi.

Milliriðlarnir fara fram 4.-9. apríl 2015 og úrslitakeppnin fer fram í Ísrael 15.-27. júlí næsta ári.

Erna (t.v.) og Katrín eru á efri myndinni og Hrafnhildur (t.v.) og Bergrún á neðri myndinni.

begga og hrabba saman

Tags:
, , ,