Ungu strákarnir afgreiddu Völsung

Ungu strákarnir afgreiddu Völsung

Selfoss fékk Völsung í heimsókn í 2. deildinni föstudag. Heimamenn báru sigur úr bítum með tveimur mörkum gegn einu. Það voru ungir strákar á skotskónum en mörk okkar stráka skoruðu Þorsteinn Aron Antonsson og Guðmundur Tyrfingsson.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is

Að loknum þremur umferðum hefur Selfoss 6 stig í fjórða sæti deildarinnar. Í næsta leik sækir liðið Hauka heim og fer leikurinn fram á Ásvöllum á morgun, þriðjudaginn 7. júlí, kl. 19:15.