Unnur Dóra æfði með U17

Unnur Dóra æfði með U17

Selfyssingurinn efnilegi Unnur Dóra Bergsdóttir tók um helgina þátt í landsliðsæfingum U17 kvenna undir stjórn landsliðsþjálfaranna Úlfars Hinrikssonar og Freys Alexanderssonar. Unnur Dóra stóð sig með mikilli prýði á æfingunum sem fram fóru í Kórnum og Egilshöll.

Ljósmyndina tók Sigurjón Bergsson.