Upphitun í Intersport

Upphitun í Intersport

Það verður mikið líf og fjör í verslun Intersport á Selfossi í kvöld þar sem hitað verður upp fyrir bikarúrslitaleik Selfoss og Stjörnunnar á laugardag.

Verslunin verður opin milli kl. 19 og 21 þar sem leikmenn Selfoss munu selja takkaskó og árita myndir. Ís í boði frá Kjörís, Intersport gefur buff og lukkuhjól verður á staðnum.

Þá verður 25% afsláttur af öllum vörum og gildir hann aðeins í kvöld á milli kl. 19 og 21.

Stuðningsmenn Selfoss og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fjölmenna og byrja strax á að magna upp stemmninguna fyrir bikarúrslitaleiknum sem fram fer á Laugardalsvellinum kl. 16 á laugardag.

Tags: