Uppskeruhátíð yngri flokka

Uppskeruhátíð yngri flokka

Uppskeruhátíð yngri flokka Selfoss í knattspyrnu verður haldin laugardaginn 21. september næstkomandi. Hátíðin sem hefst kl. 11:00 verður á íþróttavellinum við Engjaveg. Þar verður m.a. farið yfir árangur sumarsins og veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur. Á eftir verða grillaðar pylsur og safi handa öllum. Iðkendur og foreldrar eru eindregið hvattir til að mæta. Ef illa viðrar verður hátíðin flutt inn í Iðu.

Unglingaráð knattspyrnudeildar Umf. Selfoss