Úrslitakeppnin í fullum gangi

Úrslitakeppnin í fullum gangi

Það var nóg um að vera á JÁVERK-vellinum um seinustu helgi þar sem yngri flokkarnir voru í sviðsljósinu og náðu frábærum árangri.

Strákarnir í 5. flokki tryggðu sér sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins með frábærum árangri úr undanúrslitariðli sínum sem var spilaður var á Selfossi.

Strákarnir í 4. flokki léku tvo heimaleiki í sinni úrslitakeppni. Gerðu 1-1 jafntefli við Breiðablik á föstudaginn og unnu svo stórsigur á liði KR 5-1 á sunnudag.

Stelpurnar í 3. flokki spiluðu stórleik gegn liði Austurlands á laugardag þar sem þær máttu sætta sig við naumt 1-2 tap í mjög góðum leik. Þær létu það ekki á sig fá heldur skelltu sér suður með sjó á sunnudaginn og lögðu lið RKVÞ 1-0 í Sandgerði. Með sigrinum tryggðu þær sér sæti í úrslitakeppninni.

Strákarnir í 3. flokki léku við Leikni R. á sunnudaginn og unnu 7-0  stórsigur. Með sigrinum tryggðu strákarnir sér einnig sæti í úrslitakeppninni.

Það eru þvi næg verkefni hjá okkar fólki í úrslitakeppnum Íslandsmótanna. Áfram Selfoss!

Stelpurnar í 3. flokki gerðu góða ferð austur á land fyrr í sumar.
Ljósmynd frá foreldrum.