Úrtaksæfingar hjá yngri landsliðum kvenna

Úrtaksæfingar hjá yngri landsliðum kvenna

Um helgina verða úrtaksæfingar hjá yngri landsliðum kvenna og eru rúmlega 100 leikmenn víðsvegar af landinu boðaðir á æfingarnar. Ólafur Þór Guðbjörnsson landsliðsþjálfari U19 kvenna og Úlfar Hinriksson landsliðsþjálfari U17 kvenna hafa valið Írenu Björk Gestsdóttur, Karen Maríu Magnúsdóttur, Bergrósu Ásgeirsdóttur, Friðnýju Fjólu Jónsdóttur og Sunnevu Hrönn Sigurvinsdóttur leikmenn Selfoss til þátttöku á æfingunum.

Tags: