USA CUP 2013

USA CUP 2013

Það var fríður hópur stúlkna úr 3. flokki sem lagði af stað til Minnesota í Bandaríkjanna á sunnudag til að taka þátt í USA Cup. Mótið er eitt stærsta knattspyrnumóti heims með yfir 950 lið og 14 þúsund keppendur sem koma frá meira en 20 ríkjum Bandaríkjanna og 16 öðrum löndum.

Allt í allt voru um 40 manns með í ferðinni með keppendum, fararstjórum og foreldrum. Keppnin stendur yfir frá 16.-20. júlí. Hægt er að fylgjast með gangi mótsins á heimasíðu mótsins en þar má meðal annars fylgjast með beinum útsendingum frá leikjum liðsins.

Tags: