Útileikir í bikarnum

Útileikir í bikarnum

Í gær var dregið var í fjórðungsúrslitum í Borgunarbikarkeppni karla og kvenna en Selfoss átti lið í báðum flokkum.

Í kvennaflokki fékk Selfoss útileik gegn ÍBV en liðin mættust einmitt í fjórðungsúrslitum í fyrra í leik sem endaði í vítaspyrnukeppni. Í karlaflokki dróst Selfoss gegn Fram sem einnig leikur í Inkasso-deildinni, Báðir leikirnir fara fram á útivelli. Strákarnir leika 3. júli en stelpurnar 4. júlí.