Valur engin fyrirstaða

Valur engin fyrirstaða

Selfyssingar fengu Val í heimsókn á JÁVERK-völlinn í gær og höfðu að lokum öruggan 3-1 sigur.

Guðmunda Brynja Óladóttir kom Selfyssingum yfir með marki úr vítaspyrnu á 15. mínútu en Valsmenn jöfnuðu fyrir leikhlé einnig úr víti. Þrátt fyrir töluverða yfirburði í seinni hálfleik tókst stelpunum ekki að brjóta ísinn fyrr en á 84. mínútu þegar Dagný Brynjarsdóttir skallaði hornspyrnu Önnu Maríu Friðgeirsdóttur í netið. Það var svo Donna-Kay Henry sem gulltryggði sanngjarnan sigur stelpnanna okkar.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfoss er enn í fjórða sæti Pepsi deildarinnar nú með 26 stig og í harðri barátttu við Þór/KA um þriðja sæti deildarinnar.

Næsti leikur liðsins er á útivelli gegn Aftureldingu þriðjudaginn 25. ágúst kl. 18:00.

Ljósmynd úr safni Umf. Selfoss.