Verðlaunaafhending Selfoss getrauna

Verðlaunaafhending Selfoss getrauna

Það voru rúmlega 80 manns sem mættu í glæsilegan dögurð hjá Selfoss getraunum fyrsta vetrardag. Við það tækifæri voru veitt verðlaun fyrir vorleik 2013 og bikarkeppnina sem er nýlokið. Agnar Bent Brynjólfsson og Kjartan Ársælsson í hópnum Tígull sr. sigruðu vorleikinn en þeir bræður Gunnar og Hjalti Styrmissynir í hópnum 12 réttir sigruðu keppnina um Hamarinn. Til að kóróna bræðrasöguna þá bar Ársæll Ársælsson sigur úr bítum í bikarkeppninni.

Að lokum voru kynntir til leiks nýjir umsjónarmenn Selfoss getrauna sem eru þeir Sigurður Rúnar Hafliðason og Gunnar Styrmisson.

 

Mynd: Rúnar, Ársæll, Kjartan og Agnar með verðlaunagripina.