Vestanáhlaup á JÁVERK-vellinum

Vestanáhlaup á JÁVERK-vellinum

Nýliðar Selfoss léku fyrsta leik tímabilsins í Lengjudeildinni á laugardag þegar lið Vestra kom í heimsókn.

Heimamenn fengu skell þar sem Vestramenn voru mun beittari í upphafi leiks og skoruðu þrjú mörk á fyrstu tuttugu mínútunum án þess að Selfyssingar fengju rönd við reist. Ekki dró til frekari tíðinda í leiknum sem lauk með 0-3 sigri gestanna.

Nánar er fjallað um leikinn á vef sunnlenska.is

Næsti leikur er gegn hinum nýliðunum, Kórdrengjum, á Domusnovavellinum í Breiðholti á föstudag kl 19:15.

lfg