Vetrarstarfið hafið hjá knattspyrnukrökkum

Vetrarstarfið hafið hjá knattspyrnukrökkum

Í gær fór lokahóf yngri flokka í knattspyrnu fram á JÁVERK-vellinum. Um leið fóru fram flokkaskipti og hefjast æfingar á nýjum tímum og í nýjum flokkum í dag, mánudaginn 12. september.

Á vefsíðu Umf. Selfoss má finna allar upplýsingar um æfingatíma og þjálfara.

Gengið er frá skráningu og greiðslu æfingagjalda í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra. Einnig er hægt að ganga frá skráningu og greiðslu æfingagjalda með því að skrá sig með rafrænum skilríkjum í gegnum Mín Árborg á heimasíðu Sveitarfélagsins Árborgar. Með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum í gegnum Ísland.is er á sama tíma hægt að sækja frístundastyrk frá Sveitarfélaginu Árborg.