Við ofurefli að etja

Við ofurefli að etja

Selfoss mætti ofjörlum sínum í Garðabæ á laugardag þegar liðið sóttu Íslandsmeistara Stjörnunnar heim í Pepsi deildinni. Jafnræði var með liðunum fyrstu 20 mínútur leiksins en eftir það var Stjarnan sterkari og skoraði þrjú mörk fyrir leikhlé. Í upphafi síðari hálfleik bættu Stjörnustelpur fjórða markinu við og þar við sat til leiksloka.

Selfoss er í 6. sæti deildarinnar með 20 stig þegar tvær umferðir eru eftir og þarf eitt stig í viðbót til að tryggja 6. sætið sem yrði besti árangur liðsins frá upphafi. Næsti leikur þeirra er á heimavelli gegn HK/Víkingi miðvikudaginn 11. september kl. 17:30.