Viðar Örn bikarmeistari í Kína

Viðar Örn bikarmeistari í Kína

Viðar Örn Kjartansson varð kínverskur bikarmeistari í knattspyrnu með liði sínu Jiangsu Guoxin-Sainty í lok nóvember. Liðið sigraði Shanghai Greenland Shenhua 0-1 á útivelli. Frá þessu var greint á vef Sunnlenska.is.

Í úrslitum keppninnar er leikið heima og heiman en fyrri leiknum í Nanjing lauk með markalausu jafntefli. Leikurinn í morgun var einnig markalaus og það var ekki fyrr en á 109. mínútu að Króatinn Sammir tryggði Jiangsu Sainty sigurinn.