Viðar Örn mætti á æfingu hjá Selfoss

Viðar Örn mætti á æfingu hjá Selfoss

Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson mætti á æfingu hjá sínum gömlu félögum í knattspyrnuliði Selfoss í lok ágústmánaðar.

Hann var staddur hér á landi vegna tveggja landsleikja sem íslenska landsliðið spilar í Evrópukeppninni. Eins og alþjóð veit vannst frækinn sigur í fyrri leiknum gegn Hollendingum í Amsterdam á fimmtudag. Síðari leikurinn verður á Laugardalsvelli á morgun, sunnudaginn 6. september, gegn Kasakstan.

Örn Guðnason ritstjóri hjá Dagskránni var á staðnum og smellti mynd af Viðari Erni og tók gott viðtal við þennan marksækna landsliðsmann okkar.