VILTU HJÁLPA TIL?

VILTU HJÁLPA TIL?

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi um verslunarmannahelgina. Knattspyrnudeildin hefur það verkefni í ár að manna sex störf í sjoppu í Tíbrá föstudag, laugardag og sunnudag frá kl 10:00 – 13:30 og tvö störf í Kjörísvagninum á sunnudag frá kl 13:00 – 17:00
 
Okkur vantar hjálp frá ykkur, foreldrum eða iðkendum.
 
Með vinnuframlagi geta foreldrar og iðkendur valið um að fá greitt inn á söfnunarreikning iðkanda, lækka æfingagjöld eða styrkja knattspyrnudeildina.
 
Hægt er að hafa samband með tölvupósti á netfangið skraning@umfs.is eða í síma 482-4824.
 
Áfram Selfoss