Viltu vinna ferð á enska boltann?

Viltu vinna ferð á enska boltann?

Nýr hópleikur Selfoss getrauna og 2. flokks hefst laugardaginn 24. janúar og er aðalvinningur utanlandsferð fyrir tvo á knattspyrnuleik í Englandi.

Hægt er að skrá sig til leiks í félagsheimilinu Tíbrá, Engjavegi 50, þar sem við erum með opið hús milli kl. 11 og 13 alla laugardaga í vetur.

Einnig er hægt að skrá sig í leikinn á slóðinni www.tippleikur.is/selfoss

Við hlökkum til að taka á móti þér í Tíbrá á laugardag með heitu kaffi og bakkelsi frá Guðnabakaríi.