Rósa tvíbætti Íslandsmetið

Rósa tvíbætti Íslandsmetið

Rósa Birgisdóttir gerir það ekki endasleppt í kraftlyftingum þessa dagana. Hún keppti á Íslandsmeistaramótinu í bekkpressu á Akranesi fyrir stuttu og setti enn eitt Íslandsmetið. Hún átti frábærar tilraunir sem allar tókust. Hún byrjaði á því að lyfta 100 kg. Síðan lyfti hún 110 kg, sem var nýtt Íslandsmet. Þriðja og síðasta lyftan var 120 kg og um leið bæting á Íslandsmetinu. Rósa keppir í þyngdarflokknum +84 kg og varð fjórða stigahæsta konan á mótinu.

Aðeins einn Íslandsmeistari er krýndur, en það er sá sem er með hæstu alþjóðlegu stigin sem reiknast út frá líkamsþyngd og þyngd lyftunnar. Jóhanna Eivinsdóttir Christiansen bjó sig vel undir mótið en varð því miður að láta í minnipokann eftir upphitunina þar sem hún kenndi sér meins í öxl og vildi ekki hætta á meiðsli. Nánari úrslit má sjá á heimasíðu Kraftlyftingasambandsins www.kraft.is.