Fyrsta umferð Íslandsmótsins í Motokrossi

Fyrsta umferð Íslandsmótsins í Motokrossi

Fyrsta umferðin í Íslandsmótinu í Motokrossi fór fram á Selfossi laugardaginn 8. júní. Óhætt er að segja að veðrið hafi spilað stórt hlutverk en miklar rigningar undanfarna daga og nóttina fyrir keppni olli því að brautin varð erfið yfirferðar og reyndi það bæði á hjól og keppendur. 73 keppendur voru skráðir og mátti sjá aukningu í minnsta flokknum sem er 85cc flokkur. Þar áttum við fimm keppendur sem voru að taka þátt í fyrsta skipti.

Í 85cc yngri sigraði Arnar Ingi Júlíusson og annar var Elmar Darri Vilhelmsson, í fimmta sæti varð Ólafur Atli Helgason og Þorkell Hugi Sigurðsson endaði í 6 sæti eftir að hafa lent út í polli og hjólið varð óökuhæft eftir það. Sindri Steinn Axelsson keppti í 85cc eldri og endaði fimmta sæti eftir jafnan og flottan akstur í fyrra mótói en hjólið var að stríða honum í því seinna. Í B-flokki keppti Axel Sigurðsson, hann keppti bara í fyrra mótói vegna þess að  hjólið bilaði. Einey Ösp Gunnarsdóttir keppti í kvennaflokki og endaði í sjötta sæti eftir daginn. Í Mx-2 flokk áttum við einn keppanda, Jóhann Smára Gunnarsson, sem endaði í áttunda sæti. Þorsteinn Helgi Sigurðarson tók þátt í unglingaflokki í fyrsta sinn en hann var að koma uppúr 85cc flokki. Hann gerði sér lítið fyrir og endaði í þriðja sæti. Í Mx-open sem er stærsti flokkurinn tók Ragnar Páll Ragnarsson þátt og endaði í 13. sæti.

Keppnin verður sýnd í sjónvarpinu 29. júní.