
17 mar Aðalfundi Mótokrossdeildar frestað til 26. mars

Af óviðráðanlegum orsökum þarf að fresta aðalfundi Mótokrossdeildar Umf. Selfoss til miðvikudagsins 26. mars klukkan 20:00. Fundurinn verður haldinn í aðstöðuhúsi deildarinnar við Hrísmýri.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Allir velkomnir
Mótokrossdeild Umf. Selfoss