Æfingar hafnar í mótokross

Æfingar hafnar í mótokross

Æfingar hjá mótokrossdeild Selfoss hófust fyrir viku síðan en þá var einnig kynningardagur á starfinu deildarinnar og stefnir í mikla fjölgun iðkenda hjá deildinni.

Út maí verður æft einu sinni í viku á miðvikudögum frá klukkan 19:00 til 20:30. Æfingar fara fram tvisvar í viku í júní, júlí og ágúst þ.e. mánudaga og miðvikudaga frá klukkan 19:00 til 20:30. Svo er brautin að sjálfsögðu opin alla daga vikunnar.

Þjálfarar sumarsins verða hinir sömu og í fyrra, feðginin Heiðar Örn Sverrisson og Gyða Dögg Heiðarsdóttir.

Það eru allir velkomnir á æfingarnar hjá okkur og vonumst við til að sjá sem flesta í brautinni í sumar.

Nánari upplýsingar um æfingar mótokrossdeildar

Hópurinn sem mætti á fyrstu mótokrossæfingu sumarsins.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Brynjar Örn Áskelsson