
17 maí Æfingar hafnar í mótokross

Sumaræfingar í mótokross hefjast í dag, þriðjudaginn 17. maí. Æft er tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum, klukkan 19:30 í mótokrossbrautinni við Hrísmýri.
Það eru allir velkomnir á æfingar hjá deildinni og fer skráning fram á staðnum eða í gegnum Nóra skráningar- og greiðslukerfi Umf. Selfoss. Æfingagjöld eru kr. 5.000 á mánuði.