Æfingatímar 2018

Mótokrossdeildin stendur fyrir æfingum sumarið 2018 sem hefjast um miðjan maí og verður æft út ágúst.

Æfingar í barnabrautinni fyrir krakka á 65cc og byrjendur á 85cc verða á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 18:00-19:00.

Æfingar í stóru brautinni fyrir stærri hjól og lengra komna á 85cc verða á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 19:00-20:00.

  • Í framhaldi af æfingum á mánudögum og miðvikudögum er boðið upp á aukaæfingu milli kl. 20:00-21:00 fyrir þá sem hafa áhuga á að keppa eða vilja meiri bætingu. Þessar æfingar verða að vera með samþykki foreldra og þurfa foreldrar að gera sér grein fyrir því að það verður mun meiri pressa sett á ökumenn við stökk og hraða.

Það eru tveir þjálfarar í brautinni og eru allir velkomnir en æfingahópar eru aldursskiptir. Þjálfarar eru Gyða Dögg Heiðarsdóttir ríkjandi Íslandsmeistari í mótokrossi og Heiðar Örn Sverrisson fyrrverandi Íslandsmeistari í mótokrossi.

Einfaldasta leiðin til að byrja er að mæta á æfingu og gefa sig fram við þjálfara. Einnig er hægt að hafa samband við Guðmund Gústafsson formann í síma 860-3747 eða Karl Ágúst gjaldkera í síma 864-2307.

Æfingagjald er kr. 5.000 á mánuði og aukalega kr. 2.000 fyrir keppnisæfingar. Hægt er að ganga frá skráningu og greiðslu í gegnum Nóra skráningar- og greiðslukerfi Umf. Selfoss.