Æfingatímar 2020

Mótokrossdeildin stendur fyrir æfingum sumarið 2020, æfingar hefjast fyrstu vikuna í júní og verður æft út ágúst.

Æfingar í barnabrautinni fyrir krakka á 65 cc og byrjendur á 85 cc verða á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 19:00-20:30. Þjálfari er Ásta Petrea Hannesdóttir.

Æfingar í mótokrossbrautinni fyrir eldri hóp verða á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 19:00-21:00. Þjálfari er Eyþór Reynisson.

Einfaldasta leiðin til að byrja er að mæta á æfingu og gefa sig fram við þjálfara. Einnig er hægt að hafa samband við Mörtu gjaldkera í síma 865-7008 eða í netfangið martaselfoss@gmail.com.

Æfingagjöld fyrir yngri hóp er kr. 5000 á mánuði. Æfingagjöld fyrir eldri hóp er kr. 10.000 á mánuði.

Hægt er að ganga frá skráningu og greiðslu í gegnum Nóra skráningar- og greiðslukerfi Umf. Selfoss.