Allir á palli í Ólafsvík

Allir á palli í Ólafsvík

Þriðja umferð Íslandsmeistaramótsins fór fram á Ólafsvík þann 24. júlí.

Alexander Adam Kuc tók þátt í tveimur flokkum, sigraði í unglingaflokki og lenti í þriðja sæti í Mx2. Eric Máni Guðmundsson tryggði sér fyrsta sæti í unglingaflokk yngri og Ragnheiður Brynjólfsdóttir varð í þriðja sæti í kvennaflokk 30+.

Fjórða og síðasta keppni sumarsins fer fram í lok ágúst í Bolaöldu.

rb

Á mynd með frétt er Alexander Adam sem sigraði í unglingaflokki.
Á mynd fyrir neðan frétt er Eric Máni sem sigraði í unglingaflokki yngri.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/RB