Barna- og unglingakeppni í samstarfi við VÍK

Barna- og unglingakeppni í samstarfi við VÍK

Mótokrossdeild Umf. Selfoss í samstarfi við VÍK – Vélhjólaíþróttaklúbbinn hélt vel heppnaða barna- og unglingakeppni fimmtudaginn 16. júlí í Selfossbraut.

Keppt var á hjólum í stærðarflokkum 50 cc, 65 cc og 85/150 cc. Hörð keppni var í öllum flokkum og gríðarleg stemming í brautinni.

Úrslit í 50 cc: 1. sæti Magnús, 2. sæti Kristófer og 3. sæti Ólöf Sæunn.

Úrslit í 65 cc: 1. sæti Alexander, 2. sæti Ingvar og 3. sæti Eiður.

Úrslit í 85 cc: 1. sæti Máni, 2. sæti Ármann og 3. sæti Arnar Daði.

Í lokin var grillað fyrir bæði keppendur og áhorfendur í boði Snæland ehf.

Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Brynjar Örn

Mótokross 5 Mótokross 3 Mótokross 2 Mótokross 1