Brautargjöld

Miðar í mótokrossbrautina við Hrísmýri eru seldir hjá Olís á Selfossi og Olís í Norðlingaholti og kostar stakur miði kr. 1.200.-

 

Árgjald í braut

Árskort eru einnig seld hjá Olís og kosta kr. 15.000.- og gildir það einnig í mótokrossbrautina í Þorlákshöfn. Frítt er í barnabrautina og fyrir 85 cc.

 

Viltu vinna fyrir árskortinu?

Félagsmenn geta unnið sér inn fyrir árskortinu með því að mæta á fjóra vinnudaga/kvöld og þá fá þeir árskortið að launum. Okkur vantar alltaf hjálp við að gera svæðið okkar betra. Vinnudagar/kvöld eru auglýstir með tölvupósti og á fésbókarsíðu mótokrossdeildarinnar.