Elmar Darri sigraði aftur

Elmar Darri sigraði aftur

Önnur umferð Íslandsmeistaramótsins í mótokrossi fór fram á við kjöraðstæður á Akureyri laugardaginn 28. júní og voru þáttakendur um sjötíu talsins. Nokkrir liðsmenn Mótokrossdeildar Umf. Selfoss voru skráðir til leiks en þó ekki jafn margir og í fyrstu umferðinni sem haldin var á okkar heimavelli.

Helstu úrslit okkar manna voru þau að Elmar Darri Vilhelmsson hélt uppteknum hætti og sigraði 85 cc flokkinn örugglega og hefur nú 24 stiga forystu á næsta mann í keppninni til Íslandsmeistara. Sindri Steinn Axelsson varð fjórði í sama flokki. Gyða Dögg Heiðarsdóttir náði öðru sæti í kvennaflokki og Heiðar Örn Sverrisson tók annað sætið í MX 40+. Guðbjartur Magnússon liðsmaður og þjálfari Selfoss endaði annar í MX2.

Næsta mót sem liðsmenn Mótokrossdeildar fjölmenna á er fyrsta umferð Íslandsmeistaramótsins í Enduro sem haldið verður í gryfjunum við Hellu laugardaginn 12. júlí.

Nánar var fjallað um keppnina á heimasíðu Vélhjólaíþróttaklúbbsins.

as

Elmar Darri hafði nokkra yfirburði í brautinni.
Fyrir neðan: Gyða Dögg varð í öðru sæti.
Myndir: Motosport.is

gyða