Frábær þátttaka í lokaferð mótokross

Frábær þátttaka í lokaferð mótokross

Nærri 60 iðkendur og félagar í mótokrossdeild Selfoss fóru í létta og skemmtilega lokaferð í Bolöldu laugardaginn 9. september. Það var hjólað í þrjá klukkutíma áður en haldið var heim á leið þar sem grillaðar pylsur biðu svangra hjólara.

Ferðin gekk vonum framar og sneru allir heim með bros á vör í lok dags eins og sjá má á þessari mynd sem Brynjar Áskelsson tók.

Tags:
,