Góður árangur á Hellu

Góður árangur á Hellu

Nokkrir keppendur frá Mótokrossdeild Selfoss kepptu í fyrstu umferð Íslandsmótsins í enduro sem fram fór á Hellu laugardaginn 14. maí þar sem hátt í 90 keppendur á öllum aldri sem öttu kappi.

Okkar fólk stóð sig afar vel og komust nokkrir á pall. Eiríkur Rúnar Eiríksson varð t.d. í öðru sæti í flokki 40-49 ára og í flokki 14-18 ára sigraði Elmar Darri Vilhemsson og Sindri Steinn Axelsson var annar. Þetta er frábær árangur og lofar góðu fyrir komandi sumar.

káh

Sindri Steinn (t.v.) og Elmar Darri (f.miðju) á verðlaunapalli í flokki 14-18 ára.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Vilhelm Henningsson

Tags: