Góður árangur í þriðju umferð Íslandsmótsins

Góður árangur í þriðju umferð Íslandsmótsins

Þriðja umferð Íslandsmótsins í mótokrossi fór fram í gær, sunnudaginn 17. ágúst, í blíðskaparveðri eftir að hafa verið frestað deginum áður vegna hvassviðris með öryggi keppenda í húfi.

Liðsmenn Mótokrossdeildar Umf. Selfoss voru skráðir til leiks í nokkrum flokkum og voru úrslit okkar manna voru eftirfarandi. Í 85 cc flokki varð Elmar Darri Vilhelmsson í þriðja sæti og Sindri Steinn Axelsson endaði fjórði í sama flokki. Ármann Baldur Bragason endaði fjórði í 85 cc flokki yngri og Ólafur Atli Helgason endaði í öðru sæti í unglingaflokki yngri. Gyða Dögg Heiðarsdóttir endaði þriðja í Opnum kvennaflokki og faðir hennar Heiðar Örn Sverrisson endaði annar í MX-40+ flokki. Axel Sigurðsson sigraði svo MX-B með fullu húsi stiga.

Næsta keppni í Íslandsmótinu fer fram á Akranesi þann 30. ágúst.

Mynd með frétt: Axel svífur á leið sinni til sigurs í dag.
Myndir fyrir neðan frétt: Elmar Darri (efst), Gyða Dögg (miðja) og Heiðar Örn (neðst) náðu góðum árangri um helgina.
Myndir: Motosport.is/Sverrir Jónsson

elmarmoso gydamoso heidarmoso

Tags: