Gyða Dögg akstursíþróttakona ársins

Gyða Dögg akstursíþróttakona ársins

Lokahóf Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambands Íslands fór fram í Turninum í Kópavogi um helgina og tóku Elmar Darri Vilhelmsson og Gyða Dögg Heiðarsdóttir á móti verðlaunum fyrir glæsilegan árangur sumarsins.

Elmar Darri sem var að keyra unglingaflokkinn í fyrsta sinn í sumar gerði sig lítið fyrir og sigraði uppskar Íslandsmeistaratitil í flokknum.

Gyða Dögg varði Íslandsmeistaratitil sinn í kvennaflokki og var einnig valin akstursmaður ársins hjá MSÍ í kvennaflokki.

Stórkostlegur árangur hjá þessu flotta unga fólki og verður virkilega gaman að fylgjast með þeim í mótokrossinu á næstu árum.

mrm

Mynd með frétt: Gyða Dögg með viðurkenningu sem aksturskona ársins.
Mynd fyrir neðan: Gyða Dögg (í miðju) og Elmar Darri (í miðju) með sigurlaun sín.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Magnús Ragnar

motokross-gyda-dogg-lokahof-msi-2 motokross-elmar-darri-lokahof-msi