Mótokross á unglingalandsmóti

Mótokross á unglingalandsmóti

Fjórir keppendur frá mótokrossdeild Umf. Selfoss tóku þátt í unglingalandsmótinu sem fram fór á Höfn í Hornafirði um verslunarmannhelgina. Árangurinn var frábær því allir komust á pall. Í keppni 12-13 ára í 85cc flokki röðuðu Elmar Darri, Ólafur Atli og Arnar Ingi sér í fyrstu þrjú sætin. Sindri Steinn varð í öðru sæti í keppni 14-15 ára í 85cc flokki.