Mótokrossæfingar í fullum gangi

Mótokrossæfingar í fullum gangi

Æfingar hjá Mótokrossdeildinni eru hafnar af fullum krafti og eru fjölmargir krakkar á bilinu 6-16 ára sem æfa hjá deildinni á þriðjudags og fimmtudagskvöldum klukkan 19:00 í mótokrossbrautinni við Hrísmýri. Enn er ekki fullt í æfingarnar og því er hægt að mæta upp í braut á æfingatíma sé áhugi fyrir hendi að vera með en einnig er hægt að fá frekari upplýsingar hjá Axel í síma 661-7743 eða í tölvupósti.

Krakkarnir leika sér í brautinni daglega.
Myndir: Umf. Selfoss/Magnús Ragnar